Eldvatn í Meðallandi

Eldvatn í Meðallandi

Eldvatn í Meðallandi er sjóbirtingsveiðissvæði í Vestur-Skaftafellssýslu þar veiðist aðallega sjóbirtingur en einnig veiðist þar einstöku lax og bleikja. Veiðisvæðið er með þeim fallegri á landinu með fjölbreyttum veiðistöðum. Töluverð veiði er á svæðinu, en erfitt getur verið að finna fiskinn þar sem hann sýnir sig lítið í yfirborðinu.